1 minute read

Námstefnan „Á vakt fyrir Ísland“

Advertisement

Námstefnan Námstefnan

„Á vakt fyrir Ísland 2021“

Í skugga og óvissu covid-19 var „Á vakt fyrir Ísland 2021“ haldin. Undirbúningsvinna gekk eftir aðstæðum vel. Fundir voru eingöngu á Teams.

Í undirbúningsnefnd voru:

Lárus Petersen og Sigurður Þór Elísson frá fagdeild slökkviliðsmanna, Birna Dröfn Birgisdóttir og Kristján Karlsson frá fagdeild sjúkraflutningamanna. Sverrir Örn Jónsson og Ómar Ómar Ágústsson komu svo sterkir inn á lokasprettinum, Jón Pétursson stýrði verkefninu. Þegar nær dró hausti 2021 voru aðstæður þannig að námstefna í raunheimum gæti orðið áhættusöm vegna smithættu, þetta var svolítið „jójó“ ástand. Lokaniðurstaða varð námstefna bæði í raunheimum og í streymi. Fyrirlestrar voru fjölbreyttir og þóttu afar áhugaverðir, strax á fyrstu klukkustundu voru komnar fréttir í fjölmiðla frá viðburðinum. Að öllu óbreyttu verður „Á vakt fyrir Ísland 2023“ haldin 20. og 21.október 2023. Ekki seinna vænna að skrásetja í fílófaxið.

Bestu kveðjur, Jón Pétursson, Doktor Bruni slf.

Námstefnustjóri „Á vakt fyrir Ísland“ Slökkviliðsmaður/neyðarflutningsmaður - Firefighter/EMT-I