Á vakt fyrir Ísland 1tbl 2022

Page 18

Með eldgos

í bakgarðinum! Slökkviliðsstjórinn í Grindavík lýsir starfi viðbragðsaðila í gosinu á Reykjanesi

„Þetta byrjaði allt daginn eftir þorrablótið í Grindavík. Þá byrjaði landris og jarðskjálftar. Nokkrum vikum seinna sátum við hjónin heima með nokkum góðum vinum þegar ég fæ hringingu frá vini mínum honum Boga Adolfssyni formanni björgunarsveitarinnar Þorbjörns, þar sem við búum efst í bænum þá vissi hann hvert útsýnið væri frá okkar húsi en þá hafði hann fengið ábendingu frá íbúa um bjarma í áttina að Fagradalsfjalli og bað mig að staðfesta hvort ég sæi bjarma sem reyndist vera. Bjarma sem við héldum fyrst að væri ljósin í Vogunum. Svo áttuðum við okkur á því að það væri komið eldgos í bakgarðinum. Það er ekki oft sem maður getur horft á eldgos út um eldhúsgluggann.” Þetta segir Einar Sveinn Jónsson sem tók við starfi slökkviliðsstjóra í Grindavík 1. desember í fyrra.

Jarðskjálftarnir góður undirbúningur

Jarðskjálftahrinan sem var undanfari gossins í fyrra gerði það að verkum að allir viðbragðsaðilar á svæðinu voru vel undirbúnir. Það var búið að fara yfir og uppfæra viðbragðs- og rýmingaráætlanir hjá fyrirtækjum og stofnunum á svæðinu en hins vegar hafði enginn gert ráð fyrir öllum þeim fjölda fólks sem vildi fara að gosstöðvunum. Það hafi ekki verið gerð nein áætlun hvað þetta varðaði og skapaði tölverð vandræði í upphafi sem tókst svo að koma böndum á. Einar segir að skjálftatíminn hafi verið heimafólkinu erfiður, sérstaklega fólki af erlendu bergi sem ekki þekkir til svona jarðhræringa. „Auðvitað verður fólk smeykt,“ segir Einar. Hann sjálfur er fjölskyldumaður með konu og fjögur börn sem voru róleg og yfirveguð á með á gosinu stóð. Hann segir að stórfjölskyldan hans á Dalvík hafi haft meiri áhyggjur af ástandinu en hans eigin kjarnafjölskylda í Grindavík.

Anað í óvissuna

„Á einni nóttu breyttist Grindavík úr litlu friðsælu sjávarþorpi í einn fjölmennasta ferðamannastað landsins. Það vildu allir sjá gosið sem sérfræðingar héldu að myndi standa stutt yfir.

18

Á vakt fyrir Ísland

Það var gífurlegt álag á alla viðbragðsaðila fyrstu vikurnar. Það var myrkur, kalt og frost. Helst vildi fólk koma um og eftir miðnættið, því þá var gosið tilkomumest. Því miður varð töluvert af slysum enda ekki allir vanir að fara í fjallgöngur. Aðgengið að fjallinu var erfitt, sérstaklega í byrjun og það gat tekið okkur upp í klukkutíma að skrölta á bílnum upp á fjallið til þess að ná í þann slasaða. Flest slysin urðu á kvöldin og nóttunni. Þetta var


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.